NA_1767_aRGB 2

Samfélag, umhverfi og starfsfólk

Samfélagsskýrsla Norðuráls 2022

Náðu í skýrsluna (PDF)

„Allt frá stofnun Norðuráls hefur stöðugt verið unnið að því að halda umhverfisáhrifum

starfseminnar í lágmarki og nýta orku og hráefni á sem bestan hátt.

Þetta, ásamt öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks, er það sem

Norðurál vill standa fyrir – hér eftir sem hingað til.“

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri

Áskoranir og ábyrgð

Í ár eru 25 ár liðin frá því að álver Norðuráls á Grundartanga tók til starfa. Frá þeim tíma hefur Norðurál stækkað jafnt og þétt og er í dag eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, einn stærsti raforkukaupandi landsins og einn stærsti vinnustaður landsins. Þessu fylgir mikil ábyrgð.

Meginverkefni okkar er að framleiða ál og eitt helsta áherslumál okkar er að gera það í sátt við umhverfið. Við höfum sett okkur metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og á það bæði við um umhverfisáhrif sem fylgja álframleiðslunni sjálfri og þau almennu umhverfis- áhrif sem fylgja rekstri stórs fyrirtækis. Það var því mikil viðurkenning fyrir okkur, og þakkarverð, þegar fyrirtækið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins 2022. Þeirri viður- kenningu erum við virkilega stolt af, sem og þeim árangri sem náðst hefur hjá fyrirtækinu í umhverfis- og loftslagsmálum.

Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljónir tonna á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári.

En betur má ef duga skal. Verkefninu er hvergi nærri lokið og við þurfum að leggja þung lóð á vogarskálarnar. Við stefnum á algjört kolefnishlutleysi í okkar rekstri og teljum það raunhæft.

Kjarninn í samfélagsábyrgð okkar snýst einmitt um þetta markmið, að miða að því að skapa verðmæti á sjálfbæran og ábyrgan hátt til framtíðar og með jákvæðum áhrifum á samfélagið. Til að svo megi verða tökum við virkan þátt í þróunar- og nýsköpunarverkefnum þar sem leitað er leiða til að fanga og binda eða nýta það CO2 sem losnar við álframleiðslu Norðuráls. Fjölmörg slík verkefni eru í vinnslu og leikur hugvit og þekking sérfræðinga okkar hjá Norðuráli lykilhlutverk í mörgum þeirra. Bindum við miklar vonir við þessi verkefni.

Allt frá stofnun Norðuráls hefur stöðugt verið unnið að því að halda umhverfis- áhrifum starfseminnar í lágmarki og nýta orku og hráefni á sem bestan hátt. Þetta, ásamt öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks, er það sem
Norðurál vill standa fyrir – hér eftir sem hingað til.

Gunnar Guðlaugsson

image-1

Umhverfi

Norðurál hefur náð góðum árangri við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda, minnka sóun og bæta nýtingu hráefna. Við losum stöðugt minna af gróðurhúsalofttegundum, aukum hlut endurvinnslu ár frá ári og bætum aðferðir okkar jafnt og þétt.

Kolefnishlutleysi 2040

Norðurál framleiðir ál með einu lægsta kolefnisspori í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðungi af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.

NA_GRI__28_Natural

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að álframleiðslunni sjálfri, en ekki síður því að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem ekki fellur undir viðskiptakerfi ESB. Þetta er í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamningnum og höfum við sett okkur það markmið að árið 2030 skuli losun hafa dregist saman um a.m.k. 40% miðað við árið 2015. Nú þegar hefur góður árangur náðst. Losun gróðurhúsalofttegunda sem áætlunin nær til hefur dregist saman um 35% og magn úrgangs til förgunar um 70%.

Natural-1920x1080

Umhverfisvöktun

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga felur í sér rannsóknir og eftirlit með um 100 mæliþáttum í og við Hvalfjörð. Tilgangurinn er að ganga úr skugga um að starfsemi fyrirtækja á Grundartanga hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið. Umhverfisvöktun er framkvæmd af óháðum aðilum sem vakta loftgæði, ferskvatn, sjó við flæðigryfjur, lífríki sjávar, gróður, hey og grasbít. Á árinu 2022 voru tekin um 400 sýni á um 120 sýnatökustöðum.

NA_GRI_EN__P35_Monitoringstations

Efnahagur

Góðar markaðsaðstæður á árinu og hátt söluverð á áli stuðluðu að góðum rekstri Norðuráls á síðasta ári. Útflutningsverðmæti Norðuráls námu 167 milljörðum króna árið 2022. Opinber gjöld, laun, innkaup og annað til íslenskra aðila nam 64,5 milljörðum króna. Hagnaður Norðuráls nam 29,7 milljörðum króna og skattspor félagsins 5 milljörðum.

Lykiltölur

Framleiðsla Norðuráls árið 2022 var 306.267 tonn, sem er um 9.000 tonna samdráttur í framleiðslu frá fyrra ári. Ástæða samdráttar í framleiðslu má aðallega rekja til orkuskerðingar sem félagið varð fyrir á fyrri hluta ársins þar sem skerða varð afhendingu orku til stórnotenda vegna tímabundinnar ónógrar framleiðslugetu orkuveitna. Um 63.000 tonn af framleiðslu félagsins eru í formi virðisaukandi framleiðslu eða álmelmi. Hagnaður ársins 2022 nam 29,7 milljörðum króna.

Century_1920x1080_1

Verðmætari vörur

Framkvæmdir við nýja framleiðslulínu Norðuráls gengu vel á árinu 2022 og er áætlað að þeim ljúki á fyrri hluta næsta árs. Ný framleiðslulína gerir Norðuráli kleift að framleiða verðmætari vörur hér á landi með minni orkunotkun og minna kolefnisspori. Umtalsverð orka sparast með áframvinnslu hérlendis eða um 40%.

NA_3568_aRGB

Stjórnarhættir

Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, einn stærsti vinnustaðurinn og einn af stærstu kaupendum íslenskrar raforku. Kjarninn í samfélagsábyrgð okkar miðar að því að skapa verðmæti á sjálfbæran og ábyrgan hátt til framtíðar, með jákvæðum áhrifum á samfélagið.

Umhverfisfyrirtæki ársins 2022

Norðurál var valið Umhverfisfyrirtæki ársins árið 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Í umsögn valnefndar segir meðal annars að markmið fyrirtækisins séu skýr og aðgengileg en aðgerðaáætlun Norðuráls í loftslagsmálum samanstendur af vel skilgreindum aðgerðum og er leiðarvísir fyrirtækisins að settu marki.

Century_1920x1080_38

New Energy Supply Contract with Landsvirkjun

In July, Landsvirkjun and Norðurál signed a new energy supply contract that involves a three-year extension of the previous contract and support for more varied production and future growth. An agreement for more energy supply supports Norðurál’s plans to invest in a new casthouse for producing value-added special products that will further strengthen the company’s competitiveness.

Century_1920x1080_19

Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls

Tíu nemendur útskrifuðust úr Stóriðjuskóla Norðuráls í desember. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa á annað hundrað nemendur stundað nám við skólann. Tilgangur námsins er meðal annars að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu og efla starfsánægju.

P10_ASI_Certified (1)

Samfélag

Norðurál er gríðarlega mikilvægur vinnustaður í heimabyggð sinni. Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa góðan og öruggan vinnustað fyrir okkar fólk. Við erum stolt af háum meðalstarfsaldri innan fyrirtækisins og vinnum stöðugt að því að gera enn betur; jafna hlutfall kynjanna, bæta aðbúnað, stuðla að endurmenntun og þróun í starfi. Því fylgjumst við vel með líðan og viðhorfum starfsfólks.

Öryggið ofar öllu

Hjá Norðuráli leggjum við mikla áherslu á öryggi og vinnuvernd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir slys og óhöpp. Þess vegna gerum við miklar kröfur til þeirra sem starfa og heimsækja svæðið um þekkingu á öryggisreglum. Við störfum undir slagorðinu „Öll saman!“ sem vísar til þess að öryggi er samstarfsverkefni okkar allra.

image002

Aðbúnaður og heilsa í fyrirrúmi

Norðurál leggur metnað sinn í góðan aðbúnað og öryggi á vinnustaðnum. Gildi fyrirtækisins eru hagsýni, liðsheild og heilindi og endurspegla vel áherslu fyrirtækisins í mannauðs- og umhverfis-, heilsu- og öryggismálum.

Century_1920x1080_2

Samfélagsverkefni

Norðurál styrkir ýmis samfélagsverkefni og nam upphæðin til þessara verkefna á þriðja tug milljóna árið 2022. Félagið er stoltur styrktaraðili knattspyrnufélagsins ÍA á Akranesi og knattspyrnufélagsins Vals á höfuðborgarsvæðinu, með áherslu á stuðning við starfið í yngri flokkum. Einnig er í gildi styrktarsamningur við Fablab og Golfklúbbinn Leyni á Akranesi. Þá má nefna styrki sem runnu meðal annars til Mæðrastyrksnefndar, Björgunarfélags Akraness og fleiri aðila.

nam2021-001

Heimsmarkmiðin

Norðurál vinnur markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:

P14_Heimsmarkmidx4_05
P14_Heimsmarkmidx4_08
P14_Heimsmarkmidx4_12
P14_Heimsmarkmidx4_13

Ísland er aðili að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Loftslags- samningi Sameinuðu þjóðanna) og jafnframt aðili að Kyoto-bókuninni og Parísarsamkomu- laginu. Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna er helsti vettvangur ríkja heims til þess að ná fram samningum um hnattræn viðbrögð við loftslagsbreytingum. Því er vel við hæfi að stór íslensk fyrirtæki fylgi eftir áætlunum stjórnvalda og reyni að gera betur.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru 17 talsins með 169 undirmark- mið og taka jafnt til innanlandsmála sem alþjóðasamstarfs. Þau eru samþætt og mynda jafn- vægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar.

Norðurál vinnur markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:

Fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Jafnlaunavottun, Mannréttinda- og jafnréttisstefna, Mannréttinda- og jafnréttismarkmið og Jafnréttis- áætlun Norðuráls stuðla að því að ná 5. heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem er að jafnrétti kynj- anna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld.

Jafnrétti kynjanna

Öryggis- og heilbrigðisstefna, Markmið í öryggis- og heilbrigðis- málum, Mannréttinda- og jafnréttis- stefna og Mannréttinda- og jafn- réttismarkmið stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arð- bærum og mannsæmandi atvinnu- tækifærum fyrir alla.

Góð atvinna og hagvöxtur

Gæðastefna, Gæðamarkmið, Umhverfisstefna, Umhverfis- markmið, Innkaupastefna, Innkaupamarkmið, Starfsleyfi og Umhverfisvöktun miða að því að sjálfbær neyslu- og framleiðslu- mynstur verði tryggð.