Um Norðurál

Norðurál Grundartangi ehf. rekur álver á Grundartanga og framleiðir ál og álblöndur fyrir alþjóðamarkað. Fyrirtækið hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 350 þúsund tonnum af áli á hverju ári. Starfsstöðvar eru á Grundartanga og í Skógarhlíð í Reykjavík.

 

Norðurál Grundartangi ehf. er í 100% eigu Norðuráls, sem er í 100% eigu Century Aluminum Company, sem er skrásett í Bandaríkjunum. Stjórn Norðuráls Grundartanga ber ábyrgð á að skipulag og rekstur sé í góðu ástandi, ber ábyrgð á framþróun og langtímamarkmiðum Norðuráls Grundartanga og hefur eftirlit með daglegum rekstri fyrirtækisins.

 

Norðurál Grundartanga var með samning við Concord Resources Limited og Glencore International vegna sölu á öllu áli fyrir framleiðslu og til afhendingar á árinu 2022. Samn- ingurinn er byggður á markaðsverði LME á áli auk álags við sölu innan Evrópusambandsins.

Samfélagsábyrgð Norðuráls

 

Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, einn stærsti vinnustaðurinn og einn af stærstu kaupendum íslenskrar raforku. Kjarninn í samfélagsábyrgð okkar miðar að því að skapa verðmæti á sjálfbæran og ábyrgan hátt til framtíðar, með jákvæðum áhrifum á samfélagið.

 

Hjá Norðuráli er lögð áhersla á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Stöðugt er unnið að því að halda umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki og nýta betur orku og hráefni. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna. Við leitumst við að hafa hvetjandi áhrif á alla virðiskeðju okkar og leggjum áherslu á að innkaup séu unnin af heilindum og í samræmi við gildi fyrirtækisins.

 

Öflug áhættustýring hefur verið innleidd hjá Norðuráli og greinist áhætta fyrirtækisins í fjóra flokka: viðskiptaáhættu, fjármögnunaráhættu, rekstraráhættu og umhverfisáhættu.

 

Norðurál er verulega háð verðbreytingum á áli, verði og aðgengi að orku, launakostnaði og kostnaði við öflun lykilhráefna, eins og súráls og rafskauta. Laun, skattar og ýmiss annar rekstrarkostnaður er í íslenskum krónum en tekjur fyrirtækisins að mestu í dollurum. Óhag- stæðar breytingar á þessum þáttum geta haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins.

 

Helstu tækifæri felast í lágu kolefnisspori íslensks áls ásamt legu landsins, sem er innan markaðssvæðis þar sem mikil eftirspurn er eftir áli.

 

 

Helstu áherslumál:

 

Framleiðsla í sátt við umhverfi

Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsfólks í umbótum. Norðurál uppfyllir kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, sem og lögum og reglum um umhverfismál.

 

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Norðurál hefur sett sér metnaðarfull markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda utan viðskiptakerfis ESB skuli árið 2030 hafa dregist saman um a.m.k. 40%.

 

Markviss umhverfisvöktun

Umhverfisvöktun tekur til um 100 mæliþátta í lofti, sjó og ferskvatni, húsdýrum og gróðri í og við Hvalfjörð. Þar er gengið úr skugga um að starfsemi Norðuráls hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið. Umhverfisvöktun er framkvæmd af óháðum aðilum.

 

Minni sóun og betri nýting verðmæta

Norðurál heldur grænt bókhald, sem er nákvæm skrá yfir allt efni sem kemur til álversins og allt sem fer frá því. Markmið okkar er að takmarka alla efnisnotkun eins og kostur er og gera ítarlega grein fyrir því hvað verður um öll efni.

 

Fólk í fyrirrúmi

Norðurál hagar starfsemi sinni og viðskiptum með virðingu fyrir mannréttindum. Norðurál leggur áherslu á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna. Norðurál vinnur að stöðugum umbótum og uppfyllir lög og aðrar kröfur um mannréttindi og jafnrétti.

 

Virk þátttaka starfsfólks í forvörnum og umbótum

Norðurál hefur öryggi og heilbrigði í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á að starfsfólk þekki áhættu og örugg vinnubrögð og að ekkert verk eigi að vinna við ótryggar aðstæður. Áhersla er lögð á virka þátttöku starfsfólks í forvörnum og umbótum. Norðurál uppfyllir lög og reglur um öryggis- og heilbrigðismál.

 

Uppbyggileg samskipti

Við erum hluti af stærra samfélagi sem nær til fjölskyldna okkar, nágrennis og alls umhverfisins. Við erum stolt af samfélagi okkar og viljum að samfélagið sé stolt af okkur.

 

Ábyrgir viðskiptahættir

Norðurál lítur á það sem hluta af samfélagslegri ábyrgð sinni að miðla þekkingu starfsfólks, jafnt til fræðasamfélagsins sem og tækni- og nýsköpunariðnaðar. Með því að stuðla að öflugu samstarfi á því sviði getur Norðurál stuðlað að skilvirkari starfsemi og mögulega samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Ábyrg innkaup

Norðurál leggur áherslu á að öll innkaup séu unnin af heilindum, ábyrgð og hagkvæmni. Norðurál hagar starfsemi sinni þannig að við innkaup sé tekið tillit til gæða-, umhverfis- og heilsusjónarmiða. Norðurál vinnur að stöðugum umbótum og uppfyllir lög og reglur um innkaup er gilda hverju sinni.

 

Stöðugt umbótastarf

Alltaf má gera betur á öllum sviðum. Aldrei má stoppa og láta gott heita, heldur alltaf leita leiða til að ná meiri árangri.

 

Árið 2022

Umhverfisfyrirtæki ársins 2022

 

Á Umhverfisdegi atvinnulífsins var tilkynnt að Norðurál væri Umhverfisfyrirtæki ársins 2022. Í umsögn valnefndar segir meðal annars að markmið fyrirtækisins séu skýr og aðgengileg en aðgerðaáætlun Norðuráls í loftslagsmálum samanstendur af vel skilgreindum aðgerðum og er leiðarvísir fyrirtækisins að settu marki.

Kolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að ná fullu kolefnishlutleysi. Norðurál er þátttakandi í þróunar- og ný- sköpunarverkefnum sem miða að því að þróa tæknilega lausnir sem gera það mögulegt. Norðurál býður viðskiptavinum sínum ál undir vöruheitinu Natur-AlTM. Það er markaðssett sem íslenskt ál, er rekjanlegt frá upphafi til enda framleiðsluferlisins og vottað af óháðum aðilum. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor Natur-AlTM einungis fjórðungi af heimsmeðaltalinu.

Ný framleiðslulína

 

Í janúar 2022 var hafist handa við jarðvinnu vegna byggingar fyrir nýja framleiðslulínu á Grundartanga, sem verður um 8200m2 að grunnfleti. Í árslok var svo byrjað að reisa stálgrind byggingarinnar. Ný framleiðslulína gerir Norðuráli kleift að vinna fleiri og verðmætari vörur úr því áli sem framleitt er í álveri fyrirtækisins. Framleiddar verða álstangir til að mæta mikilli eftir- spurn frá evrópskum viðskiptavinum, en stangirnar verða nýttar í vörur eins og bíla, flugvélar, byggingar og raftæki. Áætlað er að framkvæmdum ljúki og framleiðsla hefjist árið 2024.

 

Um er að ræða fjárfestingaverkefni sem nemur um 120 milljónum dala, eða tæpum 16 millj- örðum króna, sem fékk græna fjármögnun frá Arion banka. Ístak og þeirra undirverktakar sjá um byggingarframkvæmdir en Verkís sér um aðalhönnun. Aðrir sem koma að verkefninu eru verkfræðistofurnar Efla, Lota, Mannvit og ráðgjafafyrirtækið HSE.

 

Orkuskerðing

 

Vegna óvenju slæmrar stöðu í vatnslónum Landsvirkjunar í byrjun árs 2022, þurfti Lands- virkjun að skerða orku til viðskiptavina sinna í um þrjá mánuði, þar á meðal til Norðuráls. Þetta hafði mikil áhrif á rekstur Norðuráls og þar með magn álframleiðslu Norðuráls á árinu.

 

Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls

 

Tíu nemendur útskrifuðust úr Stóriðjuskóla Norðuráls í desember. Skólinn hefur verið starf- ræktur frá árinu 2012 og hafa á annað hundrað nemendur stundað nám við skólann. Tilgangur námsins er meðal annars að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrir- tækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu og efla starfsánægju.

Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautaskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.

 

Jafnvægisvogin

 

Norðurál hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar annað árið í röð. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi er haft til hliðsjónar við matið.

 

Norðurálsmótið

Það var líf og fjör á Norðurálsmótinu á Akranesi eins og alltaf, þar sem margir snillingar taka sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum. Mótið hófst 16. júní með keppni stúlkna og drengja í 8. flokki, en alls 570 börn tóku þátt þann daginn, 80 drengjalið og 18 stúlknalið. Föstudaginn

17. júní var mót 7. flokks drengja sett formlega að lokinni skrúðgöngu um bæinn. 1150 drengir tóku þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda á Norðurálsmótinu 2022 var því um 1700 keppendur, sem gerir mótið eitt það fjölmennasta á Íslandi.

Vottanir, gæðastaðlar, siðir og lög

Norðurál er með ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu, ISO 9001 vottað gæðastjórnunarkerfi og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki samkvæmt ÍST 85:2012 og handhafi gullmerkis PWC. Norðurál setur fram markmið og áætlanir í sam- ræmi við GRI staðalinn. Jafnframt er lögð áhersla á fjögur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem snúa að sjálfbærri þróun og eru í samræmi við áherslur Norðuráls í samfé- lags- og umhverfismálum.

Alþjóðleg ASI vottun

 

ASI (The Aluminium Stewardship Initiative) eru alþjóðleg samtök leiðandi álframleiðenda og hráefnisframleiðenda, umhverfissamtaka og samtaka um samfélagsábyrgð, ásamt framleið- endum á vörum úr áli og álblöndum. Markmið samtakanna er að hvetja til samfélagsábyrgðar og umhverfisvænna vinnubragða við álframleiðslu og álnotkun, allt frá frumvinnslu hráefnis að endanlegri afurð og endurvinnslu áls. Félagar í samtökunum koma úr öllum áttum og heimshornum, allt frá námafyrirtækjum til heimsþekktra fyrirtækja á neytendamarkaði fyrir drykkjarvörur, bíla og raftæki.

Norðurál hlaut í janúar 2020 alþjóðlega ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu, fyrst þeirra álfyrirtækja sem starfa á Íslandi. Vottunin staðfestir að starfsemi og viðskipta- hættir fyrirtækisins eru samfélagslega ábyrg og framúrskarandi á sviði umhverfisvænnar framleiðslu.

ISO vottanir

 

Norðurál er með ISO 9001 vottað gæðastjórnunarkerfi og umhverfis- og öryggisstjórnunar- kerfi vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Vottunin tekur til framleiðslu Norðuráls á áli og álmelmi.

ISO staðlar eru byggðir upp í svokallaðri PDCA (Plan-Do-Check-Act) hugmyndafræði um stöð- ugar umbætur, og er samþætt stjórnkerfi Norðuráls byggt upp til að viðhalda þeim kröfum sem staðlarnir gera. Fyrsta úttekt á stjórnkerfum fór fram árið 2012 (ISO 9001) og 2013 (ISO 14001 og ISO 45001). Stjórnkerfum er viðhaldið með úttektum ytri aðila tvisvar á ári auk þess sem innri úttektir fara reglulega fram.

Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum og handhafi gull- merkis PWC.

 

Stjórnkerfi Norðuráls samanstendur af ýmsum þáttum en þar er helst að nefna gæðahand- bók sem inniheldur ferla og leiðbeiningar ásamt ábendingakerfi þar sem skráð eru atvik og ábendingar. Ábendingum er fylgt eftir með fyrirbyggjandi aðgerðum og tækifærum til úrbóta. Stjórnkerfið tilheyrir allri starfsemi Norðuráls, þar með öllu starfsfólki og verktökum.

Norðurál starfar í samræmi við lög um ársreikninga, einkahlutafélög, hollustuhætti og mengunarvarnir, samkeppni, persónuvernd og peningaþvætti auk almennrar vinnulöggjafar og landslaga. Fyrirtækið uppfyllir kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglum um umhverfismál og hefur undirritað Parísarsáttmálann um samdrátt í losun utan ETS kerfis.

Lögð er áhersla á gæðavitund starfsfólks og þátttöku í umbótum í umhverfismálum, öryggi, heilbrigði og mannréttindum.

 

Sjá stefnu Norðuráls hér.

 

Hagaðilar

 

 

Margt í vinnubrögðum okkar er afleiðing af samræðum og samvinnu við hagaðila. Samskipti okkar við þá byggjast á skuldbindingu um gagnsæ og heiðarleg samskipti, enda mikilvægur þáttur í áframhaldandi velgengni fyrirtækisins.

 

Samstarf og verklag, þ.m.t. tíðni samstarfs, fer eftir eðli og hagsmunahópum. Samskiptaáætlun liggur að baki samskipt- um, og samstarfs- og framkvæmdaverkefni eru skráð í stjórnkerfum Norðuráls. Birgjum okkar og verktökum er skylt að fylgja stöðlum Norðuráls í öryggis- og umhverfis- málum sem og viðskiptasiðferði. Við kunnum að meta endur- gjöf frá hagaðilum okkar og bregðumst við fyrirspurnum.

Hagaðilagreining byggir á samstarfsflötum og sameigin- legum hagsmunum.

Norðurál á í samstarfi við eftirfarandi samtök/félög:

 

  • (ASI) Aluminium Stewardship Initiative
  • Álklasinn
  • European Aluminum
  • Festa
  • Grænvangur
  • Samál
  • Samtök atvinnulífsins
  • Samtök iðnaðarins

Siðferði og heilindi

 

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, og öll tengd félög skuldbinda sig til þess að hlíta ströngustu kröfum um heiðarleika, siðferði og ráðvendni í viðskiptum. Stjórnendur skrifa undir siðareglur þar sem settar eru fram skýrar leiðbeiningar til þess að sporna við óheiðarleika og siðleysi í háttsemi og stuðla að því að öll starfsemi félagsins standist þessar kröfur. Starfsfólk má ekki leyfa, bjóða, lofa né veita greiðslur í reiðufé eða öðrum verðmætum, beint eða gegnum þriðja aðila, til opinberra embættismanna eða starfsfólks fyrirtækis í einka- geiranum, né til maka, sambýlisaðila, barns eða annars skyldmennis neinna slíkra aðila í þeim tilgangi að hafa áhrif á eða umbuna fyrir gjörðir eða ákvarðanatöku slíkra aðila eða til að öðlast ávinning. Hagaðilar og starfsfólk geta á auðveldan hátt tilkynnt um grun á broti til regluvarðar (generalcouncel@centuryaluminum.com) eða nafnlaust gegnum tilkynningakerfi óháðs þriðja aðila, Ethical Advocate. Tilkynningar má senda allan sólarhringinn, alla daga, með því að hringja í síma 800 9610. Í kjölfar tilkynningar er hrint úr vör rannsókn innanhúss.

 

Við gerum þá kröfu að allir birgjar og samstarfsaðilar Norðuráls, hvort sem um er að ræða viðskiptavini, verktaka, umboðsmenn eða ráðgjafa, starfi af heilindum og ástundi heiðarleg viðskipti.